top of page

Þemadagar MB 2018

SAGA JARÐVANGUR

Dagana 28. febrúar - 2. mars eru þemadagar í  MB. Hefðbundin kennsla er lögð niður en þess í stað munu nemendur vinna að ýmsum verkefnum í stærri og minni hópum. Slíkt uppbrot á skólastarfi tíðkast víða í framhaldsskólum og er kærkomin tilbreyting fyrir bæði nemendur og kennara. Þema þessara daga er Saga jarðvangur og munu hóparnir velja sér verkefni því tengdu. Auk þess að vinna saman í hópum verður Signý Óskarsdóttir með fyrirlestur um hópavinnu og þær Edda Arinbjarnar og Þórunn Reykdal munu kynna fyrir nemendum hvað Saga jarðvangur er.
https://www.west.is/static/files/sagageo/saga_geopark_annex3_application_dossier_revised_250116.pdf

Heim: About
Heim: Welcome

NÁTTÚRAN

Verkefni hópanna koma hér fyrir neðan

Heim: Welcome
Náttúran.jpg

HÓPUR 1

Alexander Gísli, Hjálmar og Kristján

Þessi video kynning fjallar um þrjú náttúrufyrirbrigði innan Saga geopark. Þau eru eftirfrandi, Hraunfossar, Deildartunguhver og Eiríksjökull.

Heim: Welcome
Náttúran.jpg

HÓPUR 2

Alexander Vilberg, Daniel Victor, Alexander, Hreiðar Þór og Viktor Snær

Verkefnið okkar fjallar um náttúruna og hér erum við með stutta vídeo kynningu á náttúrunni eða náttúruperlum

Heim: Welcome

FERÐAMÁLIN

Hér fyrir neðan koma verkefni hópanna

Heim: Welcome

Arna Jara, Margrét Steinunn og Sóley Ásta

HÓPUR 1. FERÐAMANNASTAÐIR

Frægir ferðamannastaðir i Borgarbyggð

Heim: Welcome

FERÐAÞJÓNUSTA Í BORGARBYGGÐ

Krauma

Krauma er náttúrulegur baðstaður sem notar jarðhita úr Deildartunguhver, sem er öflugasti hver í Evrópu. Einnig er notað kalt vatn sem er upprunnið úr jöklinum Ok, og er því blandað saman við heita vatnið úr hvernum til að ná fullkomnum hitastiga í pottunum.

Krauma er með alls sex potta, fimm heita og einn kaldan. Það eru líka tvö gufuböð sem eru staða set í sér byggingu með tveimur útisturtur og er einnig slökunar herbergi sem hægt er að liggja og slaka á við arin og hlusta á rólega tónlist.

Veitingarstaður Kraumu býður uppá íslenska matargerð frá afurðum úr héraðinu og mikið af úrvals drykkjum. Veitingarstaðurinn er opin allan ársins hring og alls geta 70 gestir setið innan dyra.

Barnafoss - Hraunfossar

Barnafoss er gullfallegur foss í Hvítá í Borgarfirði, rétt hjá Húsafelli og Reykholti.

Hraunfossar eru rétt fyrir neðan Barnafossa. Regnið sem fellur á hraunið og jarðvatn sem sekkur frá umhverfinu, rennur á milli hraunlaga og kemur fram við hraunjaðarinn og myndar þ.a.l Hraunfossa.

Húsafell

Á svæðinu er hótel, sundlaug, golfvöllur, leikvöllur með hoppidýnu, veitingastaður, búð og þjónustumiðstöð. Úr Húsafelli eru farnar ferðir í hraunhellirinn Víðgelmi, Íshellirinn í Langjökli og fleira. Einnig er margt að skoða á svæðinu og mikið af gönguleiðum.

Deildartunguhver

Deildartunguhver í Reykholtsdal, um 37 km frá Borgarnesi. Deildartunguhver er vatnsmesti hver Evrópu. Úr hverunum koma 180 lítrar af u.þ.b. 100° heitu vatni á sekúndu. Hverinn er nálægt bænum Deildartungu og dregur nafn af honum. Hann er friðaður. Vatni úr hvernum er dælt til Borgarness og Akraness, þar sem það er notað til upphitunar húsa.

Paradísarlaut - Glanni

Glanni er foss í Norðurá og er staðsetur rétt fyrir neðan Bifröst. Árbakkinn er hlaðinn fjölbreytu og falleg hrauni með ótal skjólgóðum lautum og fjölskrúðugum gróðri. Sagt er  sögur að hann sé dvalarstaður álfa og dverga.

Paradísarlaut er grænblá, tær og falleg tjörn í hraunbolla Grábrókarhrauns. Vatnið kemur þarna undan hrauninu og skapar þessa skemmtilegu perlu.

Landnámssetrið

Landnámssetrið er vinsæll ferðamannastaður í Borgarnesi, þar eru sýndar tvær sögusýningar, Landnámssýningin og Egilssögusýningin. Á Landnámssetrinu er fjölskylduvænn og notalegur veitingastaður, þar er einnig gjafavöruverslun með íslenskri hönnun. Landnámssetrið er í tveimur af elstu húsum Borgarness eru í neðsta hluta gamla Borgarness.

Fossatún- tröllagarðurinn

Fossatún er gististaður með fallegu útsýni á bökkum Grímsár, hjá Tröllafossum.

Tröllagangan er gönguleið sem liðast upp Stekkjarás, meðfram bökkum Grímsár og til baka að veitingahúsinu. Hægt er að fara stuttan hring, 10-15 mín með viðdvöl á nokkrum stöðum, eða stærri hring í 30-60 mín. Gestum gefst kostur á að skoða og fræðast um sögusvið tröllana.



Surtshellir

Surtshellir er þekktasti hellir á Íslandi. Hann er 1310 m langur og hæð til lofts í aðalhellinum er 8-10 m en í vesturenda hans aðeins 2-4 m. Margar sagnir eru til um mannvistir í Surtshelli en flestar eru þjóðsagnakenndar. Hellir heitir Surtshellir því menn trúðu að þar byggi jötunn sem héti Surtur. Innsti hluti hellisins er oft kallaður Íshellir því í honum mynduðust ísstrýtur. Íshellir er í senn greiðfærasti og fegursti hluti hellisins. Beinahellir er afhelllir út frá fremsta hluta Surtshellis. Hann dregur nafn sitt af beinahrúgu sem fannst þar.


Reykholt

Reykholt er skólasetur, kirkjustaður, prestsetur og gamalt höfuðból í Reykholtsdal. Í Reykholti er Fosshótel  og er það bara rekið í heimavist skólans á sumrin og er líka þar rekin Snorrastofa sem er miðstöð rannsókna í miðaldafræðum. Snorralaug er staðset í Reykholti og er kennd við Snorra Sturluson sem bjó þar frá árinu 1206 til 1241. Þar eru tvær kirkjur og eldri var reist á árunum 1886-1887.

Heim: Homepage_about

HÓPUR 2

Elvar Atli, Guðjón, Guðmundur Friðrik, Óliver Kristján og Sverrir Geir

Verkefnið okkar fjallar um hótel í Borgarfirði. Við gerðum kynningu um öll hótelin sem  staðsett eru í Borgarfirði þar sem við fjölluðum um þau og hvað þau hafa að bjóða.

Ferðamál.png
Heim: Welcome

HÓTEL Í BORGARFIRÐI

Hraunsnef

Hraunsnef er sveitahótel 4 km fyrir utan Bifröst.  Hraunsnef býður upp 15 herbergi og eru þau öll með sér herbergi.  Öll herbergin bera nöfn Ása úr norrænni goðafræði og eru innréttuð hvert í sínum stíll.  Þau bjóða einnig uppá tvö 15 fermetra og 25 fermetra smáhýsi sem eru útbúin með sér salerni, sturtu, sjónvarpi og eldhúskrók.  Veitingarstaðurinn er opinn frá 12:00 - 21:00 fyrir almening og er það einnig opið fyrir hótelgesti frá 08:00 - 10:00.   Svo er hægt að fara í gönguferð uppá Hraunsnefsöxl og skella sér svo í heitupottana á meðan krakkarnir leika sér á leiksvæðinu þar sem þau geta farið í sandkassa, tjörn með gúmmíbátum eða sparkað í bolta á fótboltavellinum.  

Fosshótel Reykholt X

Fosshótel Reykholt er rómantískt hótel í Borgarfirði í aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá Deildartunguhver, Hraunfossum og Húsafelli. Hótelið ber þess merki að vera á söguslóðum, en þar er veitingastaðurinn Kringla og barinn Urðarbrunnur. Á hótelinu eru 53 herbergi og er svo einnig boðið upp á fjölbreytta aðstöðu fyrir ráðstefnur, fundi og aðrar uppákomur.      Hætt er að fara í skógin til að ganga um eða njóta náttúrna, fara í Snorrastofa og læra um Snorra Sturluson, fara og skoða Snorralaug og ekki fara ofan í hverinn Skrifla.


Hótel Hamar  

Hótel Hamar er notalegt og slakandi hótel sem er staðsett 3 kílómetra norður af Borganesi nálægt þjóðvegi 1. Hótel Hamar hefur heita potta, gólf völl, hvalaskoðun og snjósleðaferðir. Það eru 25 rúmgóð og björt herbergi. Herbergin hafa hitað gólf og sturtur, það eru tveir heitir pottar fyrir hótelgesti. veitingastaður hótelsins hefur fersk hráefni og góðan íslenskan mat.


Hótel Borgarnes

Hótel Borgarnes er 3ja stjörnu hótel staðsett í Egilsgötu 16, Borgarnesi. Það eru 75 herbergi í hótelinu sem öll eru með sér baðherbergi, sjónvarpi og síma. Á hótelinu er stór og góður matsalur sem hægt er að snæða morgunverð og kvöldverð í. Í Borgarnesi er hægt að gera margt, t.d. fara í sund, fara á landnámsetrið o.fl.


Hótel Bifröst

Hótel Bifröst er staðsett á Bifröst. eins manna herbergi kostar 19 þúsund nóttin en tveggja mann 32 þúsund. Gólf völlurinn Glanni er flottur golf völlur á Bifröst og er hann talin einn af þeim flottustu á landinu. Mikið af flottum göngu og hjóla leiðum í kringum Bifröst sem er spennandi að sjá. flott herbergi og gott verð á hótelinu.



Hótel Hafnarfjall

Hótel Hafnarfjall er þriggja stjörnuhótel sem er staðsett á Miðvesturlandi undir hafnarfjalli. Gylfi Árnason er eigandi hótelsins. boðið er uppá morgunmat og einnig er veitingastaður og Bar á hótelinu. Hótelið er staðsett 70 km utan Reykjavík. Frábært er að labba þarna um og skoða náttúruna þar sem hún skartar sínu fegursta í kringum Hótelið. það eru flott herbergi þarna og ekki er dýrt að leigja herbergi þar.


Hótel Sól

Hótel Sól er staðsett á Hvanneyri í nemendagörðum Landbúnaðarháskólans. Hægt er að leigja þrennskonar herbergi, Tveggja manna stúdíóherbergi, 24m2 með baði og eldhúskrók og tveggja manna herbergi, 16m2 með baði, og tveggja til fjögurra herbergja íbúðir. Í öllum herbergjum eru baðherbergi og eldunaraðstaða. Hótelið er opið frá 1. júní til 14. ágúst. Mikið af fallegri náttúru er hægt að finna nálægt hótelinu t.d. skorradal, hvítá o.fl.


Hótel Á

Hótel Á er gamall sveitabær 45 km frá Reykholti.  Veitingarstaðurinn býður uppá 3 rétta máltíð með kjöti og fiski.  Mikil afþreying er í boði í kringum Hótel Á, það er hægt að skoða Hraunfossa og Barnafoss, einnig er stutt í Eiríksjökull og Langjökull.


Hótel Húsafell

Hótel Húsafell er 66 km frá Borgarnesi.  Hótelið býður uppá 48 hótelherbergi af 4 stærðum.  Þeir eru einnig með veitingarstað sem hefur ástíðarbundinn matseðill þar sem þeir reyna að einblína á íslensk hráefni.  Umhverfið er kring er stótkostlegt þarna er að finna Hallmundarhraun, Hraunfossa og nokkra jökla í kring.  Afreyðing í kring er endalaus, það er hægt að skreppa í gólf, skoða íshelli, fara í fjalla hjólreiðar og ótal gögnuleiðir.

Heim: Homepage_about

MATARMENNING

Hér fyrir neðan má sjá verkefna vinnuna

Heim: Welcome

Anton Elí, Arna Hrönn, Elís Dofri, Gunnar Örn og Þórunn Birta

HÓPUR 1

Ljómalind er verslun sem selur einungis matvæli, handverk og aðrar vörur úr héraði. Við fórum og ræddum við félagsmenn um Ljómalind og ný verkefni á vegum þeirra.

Heim: Welcome

MATVÆLI ÚR HÉRAÐI

Ljómalind

Í okkar nánasta umhverfi er mikið um matvælaframleiðslu. Ljómalind er verslun sem sérhæfir sig í að selja og koma á framfæri matvælum og handverkum úr héraði. Ljómalind var stofnuð í byrjun árs 2013 af 12 konum frá vesturlandi í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Kaupfélag Borgfirðinga og Vaxtarsamning Vesturlands. Það var svo 1.maí.2013 sem dyr versluninnar voru opnaðar við Sólbakka. Sléttum tveimur árum síðar skipti reksturinn um húsnæði, þar sem hann er enn, að Brúartorgi 4. Útlit versluninnar byggir á sjálfbærni og er mjög hrátt, þau nota vörubretti í innréttingar og klæða veggina viði, en þess má geta að hann er úr Skorradal. Þetta kemur gríðarlega vel út, gefur versluninni mikinn karakter og vinnur vel með vörum versluninnar.  Allar innréttingar eru hannaðar af Sigursteini Sigurðssyni í samstarfi við félagsmenn Ljómalindar. Mikill metnaður ríkir meðal rekstraraðila og eru vörur valdar af kostgæfni. Sérstök nefnd velur inn vörur sem seldar eru í versluninni en það er gert til þess að tryggja gæði vara sem seldar eru og þar með ánægju viðskiptavina. Versluninn er ekki síður vinsæl meðal héraðsbúa en erlendra ferðamanna, en þeir sækja auðvitað mikið í verslunina þar sem hún selur ekta Íslenskar vörur beint frá býli.


Matarlind, þróunarvinna til framleiðslu matvæla

Matarlind er nýlegt fyrirbæri sem getur verið notað í þeim tilgangi að fá aðgang að eldhúsi sem er með öllu helstu tækin til framleiðslu. Í einföldu máli, ef þú ert með góða hugmynd að einhverri matvöru hefur þú þann kost að geta leigt eldhúsið í matarlind á aðeins 5000 krónur fyrir hálfan dag og 10000 kr fyrir heilan dag. Að mínu mati er þetta verð nánast of ódýrt og um að gera að nýta sér það. Ljómalind vinnur í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV). SSV veitir Ljómalind það fjármagn sem það þarf, hinsvegar sér Ljómalind um allan rekstur á matarlind. Ef þú hefur áhuga á að leigja eldhús aðstöðuna sem matarlind býður uppá þá er best að hafa samband við verslunarstjórann í Ljómalind. Matarlind er staðsett á sólbakka 4




Mýranaut

Aðal merki ljómalindar er mýranaut og fara margir Borgnesingar í Ljómalind einfaldlega til að kaupa hakk, ribeye eða hamborgara, margir segja að þetta sé besta hamborgarakjöt sem þeir hafa smakkað.  Mýranaut var stofnað af Gunnu og Bjössa, Hönnu og Anders Larsen, árið 2007.  Tilgangur mýranauts er að rækta úrvals nautgripi og selja hágæðakjöt til neytenda.  Á Leirulæk eru u.þ.b 90 kýr út allt árið.  Hugsað er mjög vel um nautgripina t.d. Fá kálfarnir að vera hjá kúnni í 8-9 mánuði áður en þeir eru teknir inn.


Allar Matvörur

Ljómalind er að selja vörur sem eingöngu frá Local stöðum alveg frá dalasveitunum alveg til Akranes til dæmis frá þau kjöt frá mýranauti sem þau selja allt frá hamborgurum til tilbúna nautasteikur þau fá einnig ferskan lax frá eðalfisk sem er bæði grafinn og reyktur. Allar mjólkur vörurnar sem þau eru með koma frá Erpsstöðum sem eru skyrkonfekt, ost. Flest allt lambakjöt sem þau eru að selja kemur frá góðum bita sem er fyrirtæki í Jaðri í Borgarbyggð. Svo fá þau kálfa kjöt á sumrin frá Hundastapa. Allt ferskt grænmeti kemur frá Græna Garðinum og Stellu Þau eru með tómata og melónur svo eru þau stundum með grænt grænmeti sem er allt frá því að vera kál og spínat og Grænkál sem er blanda af káli og kínakáli. Krydd og jurtirnar koma frá einnig Græna Garðinum. Þau selja einnig pasta sem kemur frá Kaja á Akranesi. Það sem erlendu ferðamennirnir sækjast mest eftir í eru Kjaftæði ísinn sem kemur úr sveitum í Borgarbyggðar og Svo nautakjötið frá Mýranauti. Hundastapi selja einnig sultur sem eru alls 24 talsins allt frá einfaldri jarðaberjasultu alveg til Chili flögu sulta sem er vinsæll hjá ferðamönnunum sem eru að leita af miklu bragði. Mýranaut selja ekki bara nautakjöt í Ljómalind heldur selja þeir líka hænsna egg. Ljómalind voru einnig með andaregg en þau sem voru að koma með eggin í verslunina hættu að dreifa eggjunum og fóru í einkarekstur þær í ljómalind sögðu að andareggin voru mjög vinsæl og er mikil eftir spurn eftir þeim og þær eru að reyna að fá þau til að halda vörunni í ljómalind því hversu vinsæl þau eru.

Read More
Heim: About
Matarmenning.jpg

HÓPUR 2

Bjarki Þór, Fannar Óli, Febe Bonini, Guttormur og Heiðar Sigurmon

Við ákváðum að fjalla um matarmenningu á Vesturlandi og heimsóttum tvo staði í Borgarfirði sem framleiða matarafurðir. Staðirnir tveir sem við heimsóttum voru brugghúsið Steðji og geitabýlið Háafell í Hvítársíðunni. þessir tveir staðir eru báðir staðsettir innan jarðvangsins Saga Geopark og er alltaf gaman að kíkja í svona heimsóknir upp í sveit.

Heim: Welcome

MATARMENNING

Steðji er fyrirtæki sem var stofnað árið 2012 og sérhæfir sig í að brugga íslenskan bjór.

Stór hluti af bjórnum sem þau brugga fer á veitinga staði í nágreninu og eru mikið miðaðir til ferðamanna. Í bjórinn nota þau bygg, humla og Íslenskt vatn. Fyrst er byggið valsað og þarf svo að sjóða það og blanda saman humlum og öðrum bragðefnum. Eftir það er bjórinn látinn gerjast í einhvern tíma.  

Háafell

Er bær í Hvítársíðunni sem er með geitur og framleiðir ýmsar geitaafurðir. Jóhanna  fékk fyrstu geiturnar árið 1989 og hefur verið með geitur í 30 ár. Geitakjöt varð fyrir valinu af því að það er fitulaust, prótínríkt og mjög bragðgott og er þess vegna besta kjötið fyrir nútímamanninn. Vörur sem þau eru að framleiða eru meðal annars ostar, eins og fetaostur og aðrar tegundir, Geitakjöt, kæfur, pylsur, úr mjólkinni gera þau ís og sápur, svo eru þau með krem við húðsjúkdómum , verkjastillandi krem og bólgueyðandi. Þau selja geitaskinn. Staðir í nágrenninu eru að selja afurðirnar frá þeim og einnig selja þau í aðrar búðir og í bæinn, mesta salan er þó til túrista.

Markaðurinn fyrir geitakjöt er mjög lítill og þyrftu helst að vera fleiri geitabændur á landinu.

Heim: Homepage_about
Seljalandsfoss18.jpg

SAGAN

Verkefni hópanna koma hér fyrir neðan

Heim: Welcome
ResizeImage.aspx.jpeg


Heim: Homepage_about
Seljalandsfoss18.jpg

HÓPUR 1

Atli Snær, Elvar Daði, Julian og Jasmín

Við fjölluðum um sögu Surtshellis, Reykholts og Barnafossa.

Heim: Welcome
reykholt.jpg

HÓPUR 2

Dagbjört Diljá, Helga Dóra og Karen Alda

Við ákváðum að taka fyrir hluta sögu Reykholts. Við fjölluðum aðeins um Snorra Sturluson, Snorralaug, Snorrastofu og sögu kirkjanna.

Heim: Welcome
Húsafell1.jpg

HÓPUR 3.
SAGA HÚSAFELLS

Elín Rut, Eva Huld, Hafrún Birta og Steinunn Vala

Húsafell - sagan og svæðið

Um Húsafell

Fyrstu heimildir um Húsafell eru frá 1170 í Eyrbyggju, þar sem talið er að Brandur Þórarinsson hafi “sett stað” á Húsafelli. Það er ekki vitað hverjir bjuggu í Húsafelli við upphaf þess eða fyrir það. Talið er að Húsafell hafi verið byggt úr landi Landnámsjörð Reyðarfells. Með tímanum minnkaði Reyðarfell og um 1500 fellur öll jörðin undir Húsafell (Kristleifur Þorsteinsson og Kristleifur Þorsteinsson, 1991).


,,Saga Húsafells er löng og oft með þjóðsagnablæ. Elstu heimildir um búsetu á Húsafelli eru í Laxdæla sögu frá því um 1170.” (Húsafell, 2018). Einn frægasti íbúi sem hefur búið á Húsafelli er Snorri Björnsson prestur sem bjó á árunum 1756-1803. Það hafa verið ritaðar margar bækur og sögur um hann. ,,Frægar eru kvíarnar sem Snorri hlóð og aflraunasteinninn sem kallaður er Kvíahellan.” (Húsafell, 2018).


Séra Snorri Björnsson

Snorri Björnsson fæddist árið 1710 þann 3. október í Höfn í Melasveit og þar ólst hann upp. Árið 1757 var hann búin að þjóna Stað í Aðalvík í 16. ár og fékk því Séra Snorri veitingu fyrir Húsafellsprestakalli. Hann tók miklu ástfóstri við jörðina og undi sér mjög vel á Húsafelli, það hefur síðan haldist í ábúð síðan 1909 í eigu Húsafellsættar (Þorsteinn Jónsson, 2009).

Það eru til margar sögur um Séra Snorra en þær eru margar öfgakenndar með þjóðsagnablæ. Hann lést árið 1803 þegar hann var 93 ára og var jarðaður á bak við Húsafellskirkju. Hann giftist Hildi Jónsdóttur og áttu þau 3 syni og 4 dætur saman og komust þau á legg og Húsafellsættin, sem er komin undan þeim, er orðin gríðarlega fjölmenn (Þorsteinn Jónsson, 2009).


Draugréttin

Séra Snorri var oft fengin til þess að kveða niður drauga og hindurvitni en á 18. öldinni trúðu fólk mikið á drauga og hindurvitni. Það mynduðust margar þjóðsögur um séra Snorra hafi numið galdra af Hornstrendingum. Á þessum tíma voru menn alveg fullvissir um að séra Snorri hafði kveðið niður alla óhreina anda með kveðlingum sínum. Sagan segir að Snorri hafi kveðið niður allt að 70 drauga á Húsafelli, en aðrir halda því fram að hann hafi kveðið 71 draug og komið þeim niður í einni rétt í túninu, þessi rétt ber enn nafnið Draugarétt (Þorsteinn Jónsson, 2009).


Kvíarnar á Húsafelli

Snorri Björnsson ákvað að gera Kvíarnar til þess að mjalta kindurnar sínar. Það er þó ekki talið að hann hafi gert þetta einn, hann hefur fengið hjálp frá mjög sterkum mönnum. Kvíarnar á Húsafelli eru gerðar úr stórum grjótum sem aðeins örfáir menn geta lyft. Kvíarnar eru þannig að það er stór veggur á milli tveggja króa þar sem kindurnar hans voru. Í dag eru aðeins örfáir menn sem hafa náð að lyfta steinunum í Kvíunum. Til eru nokkrir leikir sem leikið sér er að ef menn ná að lyfta steinunum (Kristleifur Þorsteinsson og Kristleifur Þorsteinsson, 1991).


Páll Guðmundsson

Páll Guðmundsson, hann er þekktur undir nafninu Páll á Húsafelli en hann fæddur og uppalinn á Húsafelli, hann fæddist árið 1959. Hann hefur skapað sér sérstöðu sem listamaður og hefur komið víða við í sinni listsköpun. Þegar hann var ungur fylgdist hann með þjóðþekktum listarmönnum vinna við verkin sín á Húsafelli, eflaust hefur það mótað hann mikið sem listamann. Áður en hann fór í myndlistanám var hann farin að mála olíumálverk. Högglistin er þó afkastamesti þáttur ævistarfs hans, hann sækir efnivið sinni aðallega í Bæjargilið á Húsafelli. Hann hefur einnig þróað einstætt hljóðfæri sem er steinharpa. Hann er sannkallað náttúrubarn, hvort sem það er þegar kemur að listinni eða umgengni hans við umhverfið sitt (Þorsteinn Jónsson, 2009).


Bæjargilið

Páll þarf ekki að fara langt til þess að finna grjót í verkin sín, það eru mörg góð á Húsafelli sem hann notar, þá aðalega á bæjargili. Þetta grjót sem hann notar er einstakt og finnst hvergi annars staðar en í Bæjargilinu. Grjótið er litríkt og fjölbreytt í lögun. Höggmyndir Páls eru sérstakar þar sem að hann leyfir grjótinu að halda sínu upprunalegu formi. Þær eru því oft skrítnar og tröllslegar (Páll Guðmundsson, e,d,).


Ferðaþjónusta á Húsafell

,,Ferðaþjónustu á Húsafelli má rekja aftur um aldir, vegferð manna lá milli suður og norðurlands um Arnarvatnsheiði og var Húsafell sjálfkjörinn áningarstaður.” (Húsafell, 2018). Í kringum 1930 var byggður bensíntankur sem ferðamenn höfðu aðgang að og opnaði nýjar dyr í ferðamennsku í Húsafelli. Með tímanum breyttist ferðamátinn smám saman og fóru að myndast ýmsar forsendur fyrir viðburðum t.d. sumarmót, skátamót, ættarmót, hvítasunnumót og margt fleira. Hjónin Kristleifur Þorsteinsson og Sigrún Bergþórsdóttir gerðu einskonar tilraun með þjónustu við ferðamenn. Til að byrja með buðu þau fyrst upp á gistingu og veitingar. Fljótlega eftir það fóru þau að byggja sumarbústaði til leigu yfir sumarið. Þetta gekk svo vel hjá þeim að bústaðirnir voru bókaðir tvö ár fram í tímann.

       Sú framtíðarsýn sem var sett árið 1991 fyrir Húsafellssvæðið var að fólk fór að einblína enn meira á ferðaþjónustuna. Það fór að horfa  meira til að nýta fjöllin og jökla í tengslum við ferðaþjónustu. Hugmyndir voru um að mynda skíðabrautir o.fl. og reyna að nýta Langjökul. Þá átti að endurgera göngustíga og viðhalda þeim til að gera náttúruna aðgengilegri fyrir ferðamenn (Kristleifur Þorsteinsson og Kristleifur Þorsteinsson, 1991).

Í dag er ferðaþjónusta einkum mikilvæg og enn í fullum gangi. Á Húsafelli má finna golfvöll, sundlaug, hótel, tjaldsvæði, sumarbústaðalóðir og margt fleira. Framtíðarsýnin fyrir Húsafell tengdust náttúru meira og það er einmitt það sem fólk leitast að í dag. Í dag er meðal annars boðið upp á ferðir á Langjökul í ísgöng á vegum fyrirtækisins Into the Glacier (Into the Glacier, 2018). Þannig má sjá hvernig framtíðarsýnin sem ríkti í kringum 1991 hafi að mörgu leyti náðst að framkvæma.

Sundlaugin á Húsafelli

Sundlaugin á Húsafelli er mjög þekkt og vinsæl afþreying á svæðinu. Sundlaugin var upphaflega byggð árið 1965 en síðan þá hafa verið þó miklar endurbætur verið gerðar á lauginni og í kringum hana. Laugarnar eru tvær, meðal annars eru tveir heitir pottar og vatnsrennibraut (Húsafell, 2018).





Hótel Húsafell

Hótel Húsafell var byggt árið 2014 og kostaði um 460 milljónir. Hótel Húsafell er staðsett á svæði sem ert byggt á mikilli sögu og ótrúlega einstöku lífríki. Hótelið er mjög mikilvægur staður fyrir Húsafell vegna ferðaþjónustunnar. Fólk getur valið sér einstakar veitingar sem eru í boði og slakað á þeim í laugum sem eru í boði á hótelinu. Það eru einstakar afþreyingar í boði í kringum hótelið (Hótel Húsafell, 2018). Hótelið hefur nú unnið til nokkurra verðlauna meðal annars verðlaunin Travelers Choice Award, TripAdvisor, fyrir árið 2018 og er einnig nú meðal úrvalshótela National Geographic (Skessuhorn, 2018).







Heimildarskrá

Hótel Húsafell. (2018). Hótel Húsafell. Sótt þann 1. mars 2018 af vefnum:

https://www.hotelhusafell.is/


Húsafell. (2018). Um Húsafell. Sótt þann 1. mars 2018 af vefnum:

http://www.husafell.is/islenska/um-husafell/


Húsafell. (2018). Sundlaug. Sótt þann 1. mars 2018 af vefnum:

http://www.husafell.is/islenska/sundlaug/


Into the glacier. (2018). What is into the glacier. Sótt þann 1. mars 2018 af vefnum:

https://intotheglacier.is/about/


Kristleifur Þorsteinsson, Kristleifur Þorsteinsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Þórður

Kristleifsson. (1991). Húsafell leiðsögn fyrir ferðamenn og gesti. Húsafell: Ferðaþjónustan Húsafelli.


Páll Guðmundsson. (e.d.). Höggmyndir Páls. Sótt 1. mars 2018 af

http://www.pallg.is/default.asp?sid_id=321&tre_rod=002|&tId=1


Skessuhorn. (2018, 6. febrúar). Hótel Húsafell hlýtur verðlaun frá TripAdvisor. Sótt þann 1.

mars 2018 af vefnum:

https://skessuhorn.is/2018/02/06/hotel-husafell-hlytur-verdlaun-fra-tripadvisor/


Skessuhorn. (2018, 26. febrúar). Hótel Húsafell nú meðal úrvalshótela National Geographic.

Sótt þann 1. mars 2018 af vefnum:

https://skessuhorn.is/2018/02/26/hotel-husafell-nu-medal-urvalshotela-national-geographic/


Vignir Andri Guðmundsson. (2018). Orlofsbyggðin Húsafell. Sótt þann 1. mars 2018 af

vefnum:

http://icelandictimes.com/orlofsbyggdin-husafell/?lang=is


Þorsteinn Jónsson. (2009). Páll á Húsafelli. Reykjavík Art Gallery, Reykjavík.

Heim: Welcome

LANDBÚNAÐUR

Hér fyrir neðan koma verkefni hópanna

Heim: Welcome
Landbúnaður.jpeg

HÓPUR 1

Freyja Fannberg, Heba Rós, Jarþrúður Ragna og Rannveig Þóra

Í þessu verkefni fjöllum við um íslensku geitina og hvernig afurðir hennar eru nýttar.

Heim: Welcome

TEXTI VIÐ GLÆRUKYNNINGU

Glæra 1

Í þessari kynningu ætlum við að fjalla um fjölbreytta nýtingu á geitaafurðum. Við heimsóttum geitabóndan Jóhönnu Þorvaldsdóttur á Háafelli sem er með stærsta geitabú á landinu eða um rúmlega 280 geitur, og við fengum að heyra margt skemmtilegt og fróðlegt um geitastofninn hennar og bara geitur yfir höfuð. Jóhanna nýtir geitina vel í allskonar hluti og býr hún til dæmis til olíur og krem úr fitunni svo eitthvað sé nefnt, en hún rekur líka ferðamannabú þar sem að koma hópar af fólki til hennar og fá að klappa og skoða íslensku geitina.




Glæra 2

Jóhanna gerir allskonar tilraunir með nýtingu á geitinni. Hún hefur verið að prófa sig áfram með sápurnar og kremin og hún hefur skilað frábærum árangri. Hún gerir allskonar smyrsl og krem sem að hjálpa til við að lækna exem, bólgur, verki í liðum og handarþurk svo eitthvað sé nefnt. Jóhanna er svokölluð hetja þegar kemur að geitum. Hún hefur elskað þær frá barnsaldri og hefur alltaf langað til að fræðast betur um þær, sem að hún gerði svo sannarlega. Jóhanna bjargaði kollótta geita stofninum frá því að deyja út. Hún barðist fyrir þeim og er enn í dag að passa að þessi mikilvægi kollótti stofn lendi ekki aftur í útrýmingarhættu. Kollótta stofninum fylgir líka sérstakur brúnn litur sem enginn annar geitabóndi er með nema hún.




Glæra 3

Geitamjólkin hefur svo sannarlega gert sitt gagn og þá sérstaklega geitamjólkin frá Jóhönnu. Þessi sérstaka mjólk er mun hollari og betri fyrir okkur en kúamjólkin. Jóhanna sagði okkur frá því þegar eitt ungabarn með hvítblæði lifði aðeins á geitamjólk og við það óx barnið og dafnaði. Þetta var Jóhönnu að þakka þar sem að hún sá til þess að barnið fékk sína mjólk. Geitamjólkin hefur hjálpað mörgum og hefur hún verið notuð í staðinn fyrir mjólkurduft sem að er mest megnis gert úr kúamjólk.

Geitaostar eru ein vinsælasta afurð sem er nýtt úr geitinni. Þeir eru dýrir og það getur verið strembið ferli að búa þá til. Jóhanna sendir sína mjólk á Erpstaði í Dalasýslu og gera þau svo osta fyrir hana sem að hún svo selur. Þetta hefur hlotið mikilla vinsælda bæði hér um slóðir og af ferðamönnum sem að koma til hennar í heimsókn.





Glæra 4

Í gamla daga var fólk ekki búið að átta sig á því hversu verðmæt geitin var. Fólk fleygði skrokknum í stað þess að nýta hann ef að geitin drapst eða var drepin. Fólk horfði á geitur sem gæludýr og oftast voru þær bara bundnar við staur úti á plani. Þegar riðan kom upp hér á landi vissu bændur ekki betur en að geiturnar voru einnig riðveikar og var þeim slátrað ásamt sauðfénu. Nú er komið í ljós að geitin getur ekki smitast af riðu.






Glæra 5

Það má segja að Jóhanna sé merkileg manneskja hvað varðar um hennar lífsstíl. Þetta hefur verið erfitt og strembið ferli en hún hefur alltaf barist fyrir sínu, því það er ekki auðvelt að eiga rúmlega 280 geitur. Hún segist vera komin á góðan stað í dag og þetta þróast betur og betur með hverju árinu sem líður. Það er merkilegt hvað geitin getur gefið mikið af sér og það er alltaf að koma betur í ljós.

Heim: Homepage_about
berjanes-hkr.-1026.jpg

HÓPUR 2

Erna, Hrafnhildur Kristín, Katrín, og Þorgerður Gló

Verkefnið okkar fjallar um hvernig kúabændur geta nýtt sér Saga Jarðvangur í sinni landbúnaðargrein.

Heim: Welcome
Landbúnaður.jpeg

HÓPUR 3

Arnar Smári, Heimir, Pétur Snær, Sigmundur Geir og Þórður

Við gerðum videó um okkar verkefni þar sem við spjölluðum við nokkra bændur í Borgarfirði.

Heim: Welcome
Landbúnaður.jpeg

HÓPUR 4

Kristján Bohra, Salvar Þór, Sveinbjörn og Þorkell Már

Við ákváðum að hafa litla kynningu á Landbúnaðarsafni Íslands. Njótið!

Heim: Welcome
Erlend_tungumál.jpg

ERLEND TUNGUMÁL

Hér fyrir neðan koma verkefni hópanna

Heim: Welcome

HÓPUR 1

Andri Óttar og Steinunn Ösp

Við ákváðum að gera video fyrir okkar verkefni. Njótið vel.

photo2jpg.jpg
Heim: Welcome
fánar.jpg

Bjarni Freyr, Árdís Lilja, Finnfríður, Máney Dís og Sigurgeir

HÓPUR 2

Verkefnið okkar fjallar um erlend tungumál og hvernig er hægt að hjálpa ferðamönnum.

Heim: Welcome

ERLEND TUNGUMÁL

Erlend tungumál: Árdís, Bjarni, Finnfríður, Máney, Sigurgeir Languages in the West Region’s and guide of the signs
Iceland is very beautiful to visit but it does have some rules you have to follow in order for it to stay beautiful or in order to preserve the environment. When driving in Iceland it’s very important to follow the signs on and off the roads. The signs tell you for exemple how fast you should be driving, warn you about dangers and more. It is also important to have the signs visible. Some signs also need to be in more than one language especially at places where there might be more danger. If you’re unsure about the road and weather conditions you can look them up on www.road.is The west region of Iceland is a very beautiful place to be, that is why when you visit here you need to know some rules. When you are going to some of the tourist attractions around here, please do read the signs if you can, these signs can be very helpful at times and in some cases they can save your life. The signs are often in English or other languages but if they are not you can always ask someone what to do because almost everyone in Iceland speaks English It is very common for there to be sheep on the loose during the summer, the tend to come close to the road so if you are driving look out for sheep.You can see all the signs on English on this website: https://www.arctic.is/traffic-signs/ The quality to have different language is to be able to connect to others locals and to the tourist. And of course others countries. By reading the signs and the information signs you can easily discover the west region, and is easy to see one on a historical places and tourist destination and on the signs is an information about the place on different languages. Languages can help you establish a connection between people from other countries around the world. And will help find the You can also see a lot of booklet and posters that have been translated to different language on the wall in the locals stores and information center. The most spoken language in the west region is English and are most of the signs translated in English, some of them are in Danish, German and more.

Heim: Homepage_about
bottom of page